top of page
Ocean

Starfssemi

Hreinsistöðvar fyrir Sveitarfélög & Fyrirtæki

Tær Framtíð sérhæfir sig í rekstri hreinsistöðva fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. Hreinsistöðvar okkar uppfylla ströngustu kröfur gildandi reglugerða og tryggja áreiðanlega hreinsun fráveituvatns áður en það er skilað til náttúrunnar, í samræmi við umhverfislegar og samfélagslegar skyldur.

Ocean Water
Water Flowing Out Pipe

Stefna

Okkar markmið

Markmið Tærrar Framtíðar er að tryggja sveitarfélögum og fyrirtækjum aðgang að háþróuðum og áreiðanlegum hreinsilausnum sem mæta ströngustu kröfum.

​

Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir okkar nái ekki aðeins viðunandi árangri í fráveituhreinsun heldur setji ný viðmið með framúrskarandi lausnum. 

Yfirumsjón

Rekstur & Eftirlit

Tær Framtíð mun eiga og reka háþróaðar hreinsistöðvar fyrir sveitarfélög og fyrirtæki, með áherslu á hagkvæmni, áreiðanleika og gæði. Við tökum að okkur allt viðhald, eftirlit og daglegan rekstur, sem tryggir stöðuga og skilvirka starfsemi.

 

Tær Framtíð mun einnig annast nákvæmt eftirlit og tryggja að allar mælingar séu skýrar, aðgengilegar og auðlesanlegar, þannig að viðskiptavinir hafi fullkomið gagnsæi yfir árangur og stöðu hreinsistöðvanna.

Making Notes

Þarfagreining

Tæknilausnir

Fjármögnun

Tær Framtíð framkvæmir ítarlega þarfagreiningu sem tekur mið af gildandi kröfum til hreinsunar og umhverfislegum ásýndum. Greiningin er sérsniðin að þörfum hvers verkefnis og tryggir lausnir sem uppfylla bæði lagalegar skyldur og umhverfisvæn markmið.

Tær Framtíð annast úttekt á þarfagreiningu og tryggir tilboð frá traustum samstarfsaðilum. Þetta ferli tryggir hagkvæmar og sérsniðnar lausnir sem mæta bæði tæknilegum og fjárhagslegum kröfum verkefnisins.

Tær Framtíð annast fjármögnun verkefna og býður upp á sveigjanlega og sérsniðna samninga sem taka mið af þörfum og aðstæðum viðskiptavina.

Með þessu tryggjum við hagkvæmar lausnir sem stuðla að áreiðanleika og langtímahagsmunum sveitarfélaga og fyrirtækja.

Samstarfsaðilar

Tær Framtíð vinnur í samstarfi með rótgrónum félögum með víðtæka þekkingu og reynslu í lagna-, fráveitu- og hreinstistöðvahönnun.

Iðnver

Fyrirtæki

bottom of page